Fjöldi barna mætti á Öskudagsskemmtun Foreldrafélags Grunnskóla Grundarfjarðar. Vel flestir ef ekki allir mættu í glæsilegum búningum og erfitt var fyrir dómnefnd að velja bestu búninganna en keppt var í nokkrum flokkum, mörg börn fengu verðlaun fyrir búningana sína. Ágætis þátttaka var í söngvakeppninni Sníkjóvisjón og sigurvegarar keppninnar voru vel að sigrinum komnir. Kötturinn var sleginn úr tunninni samkvæmt venju og síðan var mikið dansað.

Allir fengu lítinn sælgætisglaðning fyrir heimferð. Foreldrafélagið þakkar öllum fyrir komuna, þeim sem aðstoðu okkur sem og öllum fyrirtækjunum sem tóku svo vel á móti börnunum okkar. Saman gerðum við þennan dag gleðilega fyrir börn Grundarfjarðar.

 

Stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Grundarfjarðar.