Lúðrasveit tónlistarskólans heldur tónleika þann 12. mars n.k. í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga kl. 20:00. Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, því leikin verður tónlist úr kvikmyndaheiminum. Tónleikarnir kallast "Velkomin í bíó". Mikið verður um dýrðir, t.a.m. verða sýnd brot úr kvikmyndunum sem tengdar eru hverju lagi. Á boðstólnum verða lög úr sígildum myndum sem allir þekkja, s.s. Star Wars, Indiana Jones, Lord of the Rings, Austin Powers, Batman, James Bond og fleiri og fleiri.

Auk sveitarinnar munu gestahljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og aðrir góðir gesti til að spila á föstudaginn en þó munu krakkarnir standa uppúr sem hetjurnar því þessi tónverk eru alls ekki auðveld.

Lúðrasveitin hefur vaxið jafnt og þétt þessi tvö ár sem hún hefur verið starfandi, og eru 25 börn í sveitinni á aldrinum 11 til 15 ára.