Hópur frá Veraldarvinum er nú staddur í Grundarfirði.  Hópurinn mun sinna ýmsum sjálfboðaliðastörfum eins og t.d. að lagfæra göngustíga og ganga fjörur og hreinsa.  Hópurinn er hingað kominn í samstarfi við Grundarfjarðarbæ sem býður fólkinu gistingu og mat á meðan dvöl þeirra stendur.  Sjálfboðaliðarnir koma frá mörgum löndum og stefna á að kynna sig svolítið á bæjarhátíðinni sem verður eftir eina og hálfa viku.