Verð á skólamat lækkar um mánaðamótin úr 410 kr. í 324 kr. Lækkunin nemur 21%. Verð á skólamat í Grundarfirði er nú eitt það lægsta á landinu.

Jafnhliða verðlækkun mun fyrirkomulag á innheimtu skólamálsverða breytast. Nú verður einungis hægt að skrá nemendur í fullt fæði og innheimt fast mánaðargjald mánuðina september - maí, 4.900 kr.

Á síðasta skólaári var gerð sú breyting að skólamatur var eldaður í leikskólanum í stað þess að kaupa hann af verktaka. Mikil hagræðing hlaust af þessu en matur hefur verið eldaður í leikskólanum í fjölmörg ár.

Með þessari lækkun á verði er verið að færa hagræðingu beint til heimila og eru foreldrar hvattir til að skrá börn sín í skólamat.

Við erum afskaplega ánægð með að geta boðið eitt lægsta verð á skólamálsverðum á landinu. Sjá nánar gjaldskrá hér að neðan.

Gjaldskrá skólamálsverða