Hópurinn sem hlaut styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands
Hópurinn sem hlaut styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands

 

Uppbyggingarsjóður Vesturlands 

Föstudaginn 12. janúar veitti Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrki til 75 verkefna . Heildarupphæð styrkja nam 46.400.000 króna. Þetta er tíunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna en sjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Vesturlands.

Alls bárust 126 umsóknir, veittir voru styrkir til 75 verkefna en í heildina var sótt um samanlagt um rúmlega 190 mkr. Þetta var fyrri úthlutun ársins en síðsumars verður aftur opnað fyrir umsóknir í flokki atvinnu- og nýsköpunarstyrkja.  Að þessu sinni hlutu 13 verkefni styrki til atvinnuþróunar, alls 13.200.000 kr. Í flokki menningarverkefna hutu 56 verkefni styrki sem námu 27.450.000 kr. og þá voru veittar 5.750.000 kr. til 6 stofn- og rekstrarverkefna á sviði menningar.

Eftirfarandi verkefni úr Grundarfirði hlutu styrki úr sjóðnum:

Atvinnu- og nýsköpunarstyrkir

  • Hop on Hop off - Snæfellsnes Adventure ehf
  • Blálilju vín - Bjargarsteinn ehf
  • Viðbót við starfandi fyrirtæki - Blossi ehf

Menningarstyrkir

  • Umbrotafærð - Skúmaskot Films ehf
  • Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju - Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju