Á bæjarstjórnarfundi 16. október sl. samþykkti bæjarstjórn ályktun um verndarsvæði Breiðarfjarðar.

 

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir að kannað verði hvort hægt sé að breyta mörkum verndarsvæðis Breiðafjarðar, þannig að Grundarfjarðarbær standi utan þess og/eða aðrir möguleikar kannaðir er myndu einfalda stjórnsýslu vegna verndunar Breiðafjarðar.

 

Allt frá því að lög um vernd Breiðafjarðar voru sett árið 1995 hefur öðru hvoru komið fram að tilvist laganna og Breiðafjarðarnefndar er íþyngjandi fyrir Grundarfjarðarbæ, sérstakelga í málefnum er varða skipulagsmál og framkvæmdir nálægt fjöru.

Mörk verndarsvæðisins eru skilgreind við fjöru og skiptir þá engu hvort um dreifbýli eða þéttbýli er að ræða.  Því hafa oft einnig komið upp álitamál er varða hvað heyrir undir Breiðafjarðarnefnd. 

Tilvist Breiðafjarðarnefndar hefur kostað Grundarfjarðarbæ ómælda vinnu og allnokkur fjárútlát, án þess þó að séð verði að það hafi skilað náttúruvernd einhverju.