- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Um árabil hafa Vesturlandsdeildir Rauða Kross Íslands haft samstarf við deildina í „Vestursýslu í Gambíu“ og eru þrír félagar úr Rauða Krossdeildum á Vesturlandi nú staddir í Gambíu, til að efla samstarfið og auka tengslin milli þessara deilda.
Hildur Sæmundsdóttir með börnum í Gambíu |
Við Grundfirðingar eigum okkar fulltrúa í þessu ferðalagi, en það er hún Hildur Sæmundsdóttir, frá Grundarfjarðardeild RKÍ, hin eru Björn frá Stykkishólmsdeild og Kristín frá Borgarfjarðardeild.
Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á vefslóðinni: http://vesturland-afrika.blogspot.com/