Fyrri umferð í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hófst á Rás 2 í gærkvöldi. Í kvöld etja hins vegar kappi allir framhaldsskólar Vesturlands og hefst dagskráin kl. 19.30 með sannkölluðum Vesturlandsslag þegar lið Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði mætir nemendum frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Strax á eftir þeirri viðureign, eða kl. 20, mætir síðan Menntaskóli Borgarfjarðar sigursælu liði Verzlunarskóla Íslands. Alls taka keppnislið frá 30 skólum þátt í Gettu betur að þessu sinni en keppnin er með útsláttarsniði sem fyrr í tveimur umferðum. Fimmtán sigurlið og stigahæsta tapliðið úr fyrri umferð keppa í seinni umferðinni og þá keppa sigurliðin átta úr seinni umferðinni síðan í Sjónvarpinu.

 
Af vef Skessuhorns, www.skessuhorn.is