Innritun í Tónlistarskóla Grundarfjarðar lýkur í næstu viku.  Minnt er á að unnt er að sækja um skólavist á tonskoli@grundarfjordur.is og í síma 430-8560.  Starfsdagar kennara verða í næstu viku við undirbúning að kennslu vetrarins.  Kennarar munu sækja svæðisþing tónlistarskóla á Vesturlandi sem fram fer í Háskólanum á Bifröst föstudaginn 31. ágúst n.k.  Kennsla samkvæmt stundaskrá hefst mánudaginn 3. september n.k.  Nemendum og starfsfólki tónlistarskólans eru færðar óskir um gott og farsælt skólastarf á komandi vetri.