Vetrartími á Bókasafni Grundarfjarðar hefst 17. ágúst. Safnið er opnað kl. 15:00 alla virka daga. Mánudaga - miðvikudaga er opið til kl. 18:00, á fimmtudagskvöldum áfram til kl. 20:00. Föstudaga er opið til kl. 17. Ath breyttan tíma á föstudögum. 

Sektalaus vika með skilyrðum 

Tekið er á móti öllum bókum sem komnar eru í vanskil. Tökum ekki sektir fyrir bækur frá Grunnskóla Grundarfjarðar. Önnur bókasöfn ákveða hvernig þau innheimta sektir á sínu efni. Síðasti mánuður er ekki sektalaus hjá Bókasafni Grundarfjarðar en eldri sektir falla niður.