Menningarráð Vesturlands hefur ákveðið að efna til Viðburðarviku á Vesturlandi sem hefst síðasta vetrardag, 23. apríl og lýkur 30. apríl. Sendur verður út bæklingur þar sem auglýstir verða viðburðir sem standa yfir á þessum tíma. Auglýsingabeiðnir þurfa að berast eigi síðar en 31. mars nk. Menningarráð tekur á móti auglýsingum og gefur upplýsingar um Viðburðavikuna í síma 433-2313 og 892-5290, einnig í tölvupósti menning@vesturland.is