Þessir eldhressu dugnaðarforkar skelltu sér í heilsubótargöngu með léttum æfingum.

Hreyfivikan fór vel af stað og góð mæting var í viðburði mánudags og þriðjudags auk göngunnar í gær, miðvikudag. Eftir það hefur veðrið sett heldur betur strik í reikninginn hér í Grundarfirði og hver viðburðurinn af öðrum fallið niður.

Unga fólkið í grunnskólanum var afar áhugasamt um SNAG og stóð sig vel í golfæfingunum.

Sundlaugin er lokuð í dag og því engin vatnsleikfimi en einnig hefur verið ákveðið að fella niður göngu í Arnardal með Ferðafélaginu í kvöld.

Á morgun var fyrirhugað frisbígolf og er nú allt útlit fyrir að það muni falla niður einnig. Þá hefur Skíðadeild UMFG afboðað vinnudag sinn við skíðalyftu bæjarins.  

Unga fólkið fjölmennti í hús björgunarsveitarinnar Klakks og spreytti sig á klifurvegg sveitarinnar sem vakti mikla lukku.

Morgunhressa liðið mætti í hiit-tíma hjá Þóreyju kl 06:45 á mánudags- og miðvikudagsmorguninn.