Bæjarbúum er bent á að athuga lögheimilisskráningu sína svo að þeir verði á réttum stað í kjörskrá þegar kemur að kjördegi alþingiskosninga 12. maí nk. Þeir íbúar sveitarfélags sem uppfylla öll kosningarréttarskilyrði á viðmiðunardegi kjörskrár eru teknir inn á kjörskrá.  Viðmiðunardagur vegna kjörskrárinnar er 5. apríl 2007.

 

Eftirfarandi skilyrði eru þau sem uppfylla þarf:

 

  • Vera 18 ára þegar kosning fer fram.
  • Vera íslenskur ríkisborgari.
  • Vera skráður með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá fimm vikum fyrir kjördag, þ.e. 5. apríl n.k. 

Eyðublöð fyrir lögheimilisskráningu má nálgast á bæjarskrifstofu Grundafjarðar. Ganga þarf frá breytingum á lögheimili í síðasta lagi 4. apríl n.k. vegna komandi Alþingiskosninga.