Á árinu 2012 keypti Grundarfjarðarbær vörur eða þjónustu af fyrirtækjum sem tengjast bæjarfulltrúum. Það er mikilvægt að upplýsingar um þessi viðskipti liggi ljósar fyrir og Grundarfjarðarbær vill vera í fararbroddi þeirra sveitarfélaga sem hafa opna stjórnsýslu að leiðarljósi.

Hér að neðan er listi yfir fyrirtækin sem um ræðir og heildarviðskipti á árinu 2012.

Fyrirtæki Viðskipti alls kr.
Djúpiklettur ehf. 37.251
Guðmundur Runólfsson hf. 843.841
Kamski ehf. (Hótel Framnes) 350.348
KB bílaverkstæði ehf. 554.900
Líkamsræktin ehf. 130.400
Ragnar og Ásgeir ehf. 358.913
Snæfrost ehf. 282.317
Samtals 2.557.970