Auglýst hefur verið eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og verða veittir styrkir í eftirfarandi verkefni:

1. Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar

2. Verkefnastyrkir á sviði menningar

3. Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála

Frestur til að skila umsóknum er til 15. febrúar 2016.  

Starfsmenn SSV verða með viðtalstíma, þar sem veittar verða upplýsingar um Uppbyggingarsjóðinn og gerð umsókna, á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar fimmtudaginn 11. febrúar kl 13-15. Umsækjendur og aðrir áhugasamir eru eindregið hvattir til að nýta sér viðtalstímann.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, www.ssv.is