Skessuhorn 12. maí 2010:

Þriðjudaginn 18. maí næstkomandi verður vígsla móttökusvæðis skemmtiferðaskipa í Grundarfirði. Að þessu tilefni er verið að mála og gera svæðið fínt á höfninni en á meðfylgjandi mynd má sjá hafnarvörðinn í Grundarfirði, Hafstein Garðarsson, mála vigtarskúrinn. Nú hafa 13 skemmtiferðaskip staðfest komu sína í Grundarfjörð í sumar.