Vikan 13. – 17. október hefur verið valin vika staðbundins lýðræðis og er tilgangurinn með henni að ýta undir þekkingu á staðbundnu lýðræði og styrkja hugmyndir um þátttöku einstaklinga í lýðræðinu.

Að þessu tilefni hefur verið ákveðið að opið hús verði í stofnunum Grundarfjarðarbæjar föstudaginn 17. október og mánudaginn 20. október. Grundfirðingar eru hvattir til að kíkja í heimsókn og kynna sér starfsemina.

Fyrir frekari upplýsingar veljið meira.

Opið hús vegna viku staðbundins lýðræðis í Evrópu.

Föstudagur 17. október 

10:00-12:00        Grundarfjarðarhöfn                     
10:00-12:00        Grunnskólinn
10:00-12:00        Leikskólinn                                      
13:00-15:00        Íþróttahús/Sundlaug    
13:00-15:00        Tónlistarskóli                    
13:00-15:00        Áhaldahús/Slökkvistöð
15:00-17:00        Bókasafn                           
17:00-18:00        Félagsmiðstöðin

Mánudagur 20. október

12:00-14:00       Bæjarskrifstofan