Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

 

Vakin er athygli á því að UMFÍ og ÍSÍ hafa auglýst ný störf á Vesturlandi.

 

ÍSÍ og UMFÍ leitar að sextán hæfileikaríkum og metnaðarfullum einstaklingum með brennandi áhuga á íþróttastarfi á Íslandi til að taka þátt í að byggja upp öflugt starf íþróttahéraða á öllu landinu. Starfsmennirnir verða staðsettir á átta svæðisskrifstofum um allt land en tveir starfsmenn verða á hverri stöð. Horft er til þess að starfsmennirnir sextán muni vinna saman sem einn þar sem styrkleikar og hæfileikar hvers og eins verða nýttir. 

Starfsfólk svæðisskrifstofanna tekur þátt í að skapa tækifæri og þróa árangursríkt íþróttaumhverfi fyrir börn - og ungmenni, fá tækifæri til að vinna að fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að hámarka tækifæri barna og ungmenna til íþróttaiðkunar. Starfsemi svæðisskrifstofanna byggir á teymishugsun þar sem samvinna, fagmennska og framsækni í sterkri liðsheild er grundvallaratriði.  


Markmiðið með svæðisskrifstofunum:
Að vinna með íþróttahéruðum að eflingu íþróttastarfs um allt land.
Að vinna að innleiðingu á stefnu og markmiðum íþróttahreyfingarinnar.
Að vinna að innleiðingu á stefnu og markmiðum stjórnvalda í íþróttamálum.
Að bæta almennt umgjörð í kringum íþróttastarf.

Helstu verkefni svæðisskrifstofanna:
Samstarf, samskipti og stuðningur við íþróttahéruð og aðildarfélög.
Samstarf og samskipti við opinbera aðila varðandi stuðning og þjónustu íþróttafélaga um allt land.
Vinnsla verkefna sem tengjast aukinni þátttöku barna í íþróttum og farsæld.
Verkefnisstjórnun og vinna að nýsköpunarverkefnum. 
Móta skipulag og eftirfylgni tengt fræðslumálum íþróttahéraða.
Fræðsla og kynning til íþróttahéraða og aðildarfélaga í ýmsum málum.
Samræming málaflokka, stjórnarhátta, verkferla, öryggis- og viðbragðsáætlana.
Koma upp og viðhalda leiðbeiningum og viðmiðum fyrir stjórnun íþróttahéraða og stjórnendur íþróttafélaga.
Yfirlit og eftirfylgni með lögbundnum skyldum íþróttahéraða og aðildarfélaga.
Umsjón og þátttaka í samráði og á samræmingarfundum.

Menntunar og hæfniskröfur:
Leitað er að hæfileikaríkum einstaklingum með fjölbreytta þekkingu til að gegna ofangreindum verkefnum.
Reynsla og þekking af starfi innan íþróttahreyfingarinnar er kostur.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi og samstarfi við sveitarfélög er kostur.

Styrkleiki og reynsla á eftirfarandi sviðum er kostur:
verkefnastjórnun
mótun ferla
fræðsla og miðlun upplýsinga
teymisvinna

Til viðbótar er mikilvægt að umsækjendur búi yfir frumkvæði, séu sjálfstæðir, geti unnið í teymi, miðlað upplýsingum munnlega og skriflega, unnið skipulega, hafi góða samskiptahæfileika og getu til að ná árangri í mjög fjölbreyttu umhverfi.

Umsækjendur þurfa að sjálfsögðu að hafa hreint sakavottorð í samræmi við ákvæði í íþróttalögum.

Svæðisskrifstofurnar eru eftirfarandi og þjónusta eftirfarandi íþróttahéruð

Vesturland:
Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH)
Íþróttabandalag Akraness (ÍA)
Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN)
Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB)
Sækja um starfið á Vesturlandi.

Vestfirðir:
Héraðssambandið Hrafna-Flóki (HHF)
Héraðssamband Bolungarvíkur (HSB)
Héraðssamband Strandamanna (HSS)
Héraðssamband Vestfirðinga (HSV)
Sækja um starfið á Vestfjörðum.

Norðurland vestra:
Ungmennasamband Austur Húnvetninga (USAH)
Ungmennasamband Vestur Húnvetninga (USVH)
Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS)
Sækja um starfið á Norðurlandi vestra.

Norðurland eystra:
Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ)
Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA)
Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF)
Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE)
Sækja um starfið á Norðurlandi eystra.

Austurland:
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA)
Ungmennasambandið Úlfljótur (USÚ)
Sækja um starfið á Austurlandi.

Suðurland:
Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK)
Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV)
Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS)
Sækja um starfið á Suðurlandi.

Suðurnes:
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB)
Íþróttabandalag Suðurnesja (ÍS)
Sækja um starfið á Suðurnesjum.

Höfuðborgarsvæðið:
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH)
Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR)
Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK)
Sækja um starfið á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar veita:
Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is
Hanna Carla Jóhannsdóttir - hannacarla@isi.is