• Ertu leið(ur) á að fá aldrei gesti?
  • Ertu búin(n) að mála pallinn og slá garðinn (eða nennir því ekki) og langar til að hitta áhugasama ferðamenn?
  • Hefurðu gaman af allskonar spurningum gesta sem vilja vita hvað við gerum í Grundó, hvar pósthúsið sé og hvað "fjallið" sé hátt?

Þá gæti það hentað þér að vera "móttakari" dag og dag í sumar og vinna með starfsfólki í upplýsingamiðstöðinni. Ertu ekki einmitt kjörin(n) í móttökuliðið, sem vinnur að því að Grundafjörður sé góður heim að sækja?!

Það er fullt af skemmtilegu fólki á ferð í firðinum fagra og við þurfum aukahendur við móttöku gesta og upplýsingagjöf til ferðamanna í Sögumiðstöðinni - eða niðrá hafnarsvæði á góðum dögum. 

Við leitum að fólki með þokkalega tungumálakunnáttu (eitt eða fleiri tungumál - enskan dugar vel!). Það er kostur að hafa þekkingu á umhverfi og staðháttum í Grundarfirði og nærsveitum, en við getum líka sett þig vel inní það sem þú þarft að vita til að geta sinnt starfinu.

Um er að ræða hlutastarf eða bara aukavinnu. Komdu með þína hugmynd að vinnutíma og við vinnum með það!

Starfið er kjörið fyrir fólk með uppsafnaða og haldgóða lífsreynslu – sem elskar að segja frá Grundarfirði og Snæfellsnesi – en líka fyrir þau sem eru ung (18+) og langar að læra. Hentar vel fyrir vini eða vinkonur sem vilja taka þetta sem samvinnuverkefni.

Athugið: íslenska er ekki skilyrði sem móðurmál í þessu starfi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Sæktu um gegnum vefsíðu Grundarfjarðarbæjar; www.grundarfjordur.is-Laus störf 

Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is

 

 --- --- 

 

Are you looking for a lively, inspiring and international summer
in beautiful surroundings?

 

Then we are looking for you!

We have available this summer, rewarding part time jobs at the Grundarfjörður Information Center – in the town of KIRKJUFELL!

The job involves welcoming visitors at the Saga Center, giving information to tourists, library service, etc.  

We are looking for people with decent language skills, as well as knowledge of the tourism and environment introduction in Grundarfjörður and the surrounding area. But – if you don´t, but you are a quick learner, we will teach you what the job needs!   

This can be a part-time work somewhere between 9-17, where two or more employees share shifts. Bring your idea of your working hours and we will work with it! 

We are looking for ambitious people who can work independently. This is the ideal job for people with good quantity of life experience – but also for the young ones (18+) who are willing to learn and prosper, for friends who want to share shifts etc.

This is a summer job (part time) that is excellent for students in information science, tourism or other university studies.

Note! Icelandic is not necessary as a main language for this job. 

Please apply through www.grundarfjordur.is

More info at town hall of Grundarfjordur municipality, tel. 430 8500 or e-mail at grundarfjordur@grundarfjordur.is