Breska sjónvarpsstöðin BBC leitar að einstaklingi á aldrinum 25-50 ára sem er til búinn að skipta um hlutverk við breskan einstakling í 7-10 daga fyrir heimildaþáttaröð stöðvarinnar. Þættirnir eru sex talsins og fer einn Breti á einhvern einstakan stað í hverjum þætti til að upplifa nýtt ævintýri. Á sama tíma fer sá einstaklingur sem skipt er við til Bretlands til að upplifa líf viðkomandi einstaklings þar. Allur kostnaður af skiptunum er greiddur af BBC.

 

Öllum er velkomið að sækja um en helst er leitað eftir:

 

  • Fólki sem talar ensku reiprennandi
  • Fólki sem hefur aldrei áður komið til Bretlands (æskilegt)
  • Fólki sem hefur einlæga ástæðu til að vilja upplifa lífið í Bretlandi
  • Fólki sem er á aldrinum 25-50 ára
  • Fólki sem býr utan alfaraleiðar í áhugaverðu umhverfi, starfi og/eða lífsstíl.

 

Fresturinn er ekki langur því reiknað er með að upptökur taki 7-10 daga í janúar 2017, svo nú er um að gera að hafa hröð handtök.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi, í síma 430-8503 eða á netfanginu sigridurh@grundarfjordur.is

Einnig er hægt að hafa beint samband við þáttinn til að fá umsókn senda. Til að fá senda umsókn þarf að tiltaka nafn, aldur, heimilisfang/staðsetningu, hjúskaparstöðu, barnafjölda og stutta lýsingu á sjálfum sér. Netfang þáttarins er: uklifeswap@bbc.co.uk