Fræðslu- og menningarmálanefnd leitar eftir skipuleggjanda fyrir menningarhátíðina Rökkurdaga, sem haldin verður í annað sinn í október-nóvember n.k.

Leitað er að einstaklingi til að sjóða saman dagskrá hátíðarinnar, skipuleggja og kynna menningarviðburði, eiga samskipti við listamenn, staðarhaldara/veitingahús, o.fl. Lögð er áhersla á að virkja íbúa til þátttöku og undirbúnings. Áhugasamir hafi samband við Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra (sími 430 8500 eða bjorg@grundarfjordur.is) í síðasta lagi 4. september n.k.

 

Bæjarstjóri