Rökkurdagar er menningarhátíð í Grundarfirði sem haldin verður í annað sinn í október-nóvember n.k.

Leitað er að einstaklingi til að sjóða saman dagskrá hátíðarinnar, skipuleggja og kynna menningarviðburði, eiga samskipti við listamenn, staðarhaldara/veitingahús, o.fl. Lögð er áhersla á að virkja íbúa til þátttöku og undirbúnings. Áhugasamir hafi samband við Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra í s: 430-8500 og 898-6605.