- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Góðir gestir frá Frakklandi eru í heimsókn í Grundarfirði. Þetta er fólk frá Paimpol á Bretagne skaga sem er vinabær Grundarfjarðar. Fulltrúi frá bæjarstjórninni í Paimpol er með í för ásamt forsvarsfólki "Grundapol" sem eru samtök vina Grundarfjarðar. Í tilefni af heimsókninni var vígður garður sem ætlaður er sem framtíðar útivistarsvæði bæjarins og var honum gefið heitið "Paimpol garður". Gestirnir fóru að bretónska krossinum, voru við minningarathöfn í Grundarfjarðarkirkju um franska sjómenn sem fórust við Íslandsstrendur sem sr. Aðalsteinn Þorvaldsson annaðist ásamt organista og með aðstoð frá frönskum skiptinema, undirrituð var yfirlýsing um vinabæjarsambandið, heimsóttu GRun hf. og fóru í hringferð um Snæfellsnesið. Frakkarnir buðu fulltrúum bæjarstjórnar og fleirum í móttöku í Hótel Framnesi um kvöldið. Hópurinn mun svo halda frá Grundarfirði í fyrramálið í hringferð um landið.