Það eru allir velkomnir í notalega stund á mánudögum í Sögumiðstöð. Mynd: Bæring Cecilsson.
Það eru allir velkomnir í notalega stund á mánudögum í Sögumiðstöð. Mynd: Bæring Cecilsson.

Vinahúsið er komið í tveggja mánaða frí - en upp kom sú hugmynd að halda tímanum á mánudögum á milli klukkan 14 og 16 í Sögumiðstöðinni.

Ætlunin er þá að hafa mánudagana spiladaga, mæta og eiga notalega stund saman. 

Það væri ekki vitlaust að fá sér kaffisopa og spá síðan í bolla, það gæti myndast mikil kátína við þann gjörning. 

Einnig má púsla og prjóna, og ef við erum heppin fáum við kannski tónlist og notalegheit.

Við byrjum mánudaginn 14. febrúar - verið öll velkomin! 

Mætum vel og eigum góða stund saman og gætum að smitvörnum.