Rúmlega 30 manns mættu á hátíðaropnun Vinahússins Grundar s.l. fimmtudag. Steinunn Hansdóttir, umsjónarkona Grundar tók á móti gestum með dýrindis veitingum og fræddi þá um markmið og tilgang starfsins. Vinahúsið verður opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14:00 – 16:00.