- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Rauða kross deildin í Grundarfirði mun verða með opið í Vinahúsinu
veturinn 2011-2012 á nýjum stað við Borgarbraut/ bókasafnið.
Opið verður þrjá daga í viku, mánudaga, miðvikudag og fimmtudaga frá kl 13 til 16. Nánari dagskrá á opnu húsi miðvikudag 5. október 2011
Eins og áður verður aðaláherslan lögð á að rjúfa einangrun þeirra sem heima sitja og gera þeim auðveldara að eiga sér samastað meðal jafningja. Umsjónarmaður verður sem áður Steinunn Hansdóttir
og ábyrgðarmaður Hildur Sæmundsdóttir.
Fatasöfnun fyrir börnin í Hvíta-Rússlandi.
Á fimmtudögum í Vinahúsinu verður tekið til hendinni og saumað, prjónað og útbúnir fatapakkar eins og undanfarin ár.
Í von um að sem flestir leggi hönd á plóg, þá þiggjum við með þökkum
allt efni, garn og gömul föt sem kunna að leynast á heimilinu.