Nú stendur yfir vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2005. Gerðar eru áætlanir fyrir aðalsjóð og undirstofnanir, s.s. vatnsveitu, fráveitu, þjónustumiðstöð (áhaldahús o.fl.), félagslegar íbúðir og íbúðir eldri borgara. Hafnarstjórn vinnur áætlun fyrir Grundarfjarðarhöfn.

Stefnt er að því að fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fari fram á fundi í bæjarstjórn 25. nóvember n.k. og síðari umræða á bæjarstjórnarfundi þann 9. desember n.k. Þetta er annað árið í röð sem fjárhagsáætlun næsta árs er afgreidd í desember.