Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti þann 28. maí 2024 að auglýsa eftirfarandi skipulagsáform fyrir iðnaðarsvæði vestan Kvernár:

Vinnslutillaga, deiliskipulag 

Tillaga að deiliskipulagi er nú kynnt á vinnslustigi í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lögð er fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði vestan Kvernár, dagsett 22. maí 2024. Tillagan felur í sér heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár sem er frá 1. júlí 1999.

Í endurskoðun felst m.a. að deiliskipulagssvæðið stækkar úr 4,1 ha í 11,5 ha, lóðum fjölgar og byggingarreitir stækka. Þá eru skilmálar eldra deiliskipulags felldir úr gildi og nýir skilmálar settir, m.a. til að auka fjölbreytni og sveigjanleika í lóðastærðum til langs tíma og tryggja góða umgengni á svæðinu.

Nánar er vísað til kynningargagna - sem má nálgast hér:
Iðnaðarsvæði vestan Kvernár, vinnslutillaga - deiliskipulagsuppdráttur 22. maí 2024 -
Iðnaðarsvæði vestan Kvernár, vinnslutillaga - greinargerð 22. maí 2024 

Ofangreind gögn verða til sýnis á vef bæjarins (www.grundarfjordur.is), í Ráðhúsinu Borgarbraut 16, Bókasafninu Grundargötu 35 og Skipulagsgáttinni (www.skipulagsgatt.is).

Ahugasemdafrestur er frá 10. júní til og með 1. júlí 2024. Ábendingum og/eða athugasemdum skal skila í Skipulagsgáttina eða á netfangið skipulag@grundarfjordur.is 

Opið hús til kynningar á vinnslutillögunni verður fimmtudaginn 20. júní kl. 12:30-13:30 í Ráðhúsinu, Borgarbraut 16.

---

Aðalskipulagsbreyting

Vegna deiliskipulagsbreytingar iðnaðarsvæðisins er samhliða gerð breyting á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 sem nær til landnotkunarreita innan og við deiliskipulagssvæðið. Tillagan hefur verið send til athugunar hjá Skipulagsstofnun og verður auglýst síðar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar