Unglingarnir í vinnuskólanum hafa lokið störfum þetta sumarið. Ingibjörg Sigurðardóttir (Bibba) sem hefur verið með þeim í sumar, segir að þau hafi verið sérstaklega dugleg og það hafi verið mjög skemmtilegt að starfa með þeim.

Síðasti vinnudagurinn var nýttur í grillveislu til að fagna þessum degi. Landsbankinn og Kaupþing færðu krökkunum gjafir og er þeim færðar þakkir fyrir.