Vinnuskóli Grundarfjarðar verður starfræktur sumarið 2015 frá 1. júní  til 3. júlí, alls í fimm vikur. Vinnuskólinn er fyrir unglinga sem lokið hafa 8., 9. og 10. bekk.

Vinnutími er 7 klst. á dag, kl. 8:00-12:00 og 13:00-16:00, mánudaga-föstudaga. Opnað verður fyrir skráningu síðar í vikunni.

Vinnuskólinn er sambland af námi og starfi. Þeir sem taka þátt í allri dagskránni fá greidd laun fyrir fræðsludaga.  Vinnan felst aðallega í fegrun og snyrtingu opinna svæða. Auk þess að læra grunnatriði við almenna vinnu, stundvísi, vinnu með öðrum, meðferð og frágang áhalda og tækja.

Allir nemendur Vinnuskóla Grundarfjarðar fá umsögn um frammistöðu sína að sumarstarfi loknu. Atriði sem skipta máli í matinu eru: Stundvísi, framkoma, hæfni til að taka fyrirmælum, vandvirkni, sjálfstæði í vinnubrögðum, samvinna, afköst og meðferð verkfæra.