Sumarið 2017 verður Vinnuskóli Grundarfjarðar starfræktur frá 6. júní  til 7. júlí, alls í fimm vikur. Vinnuskólinn er fyrir unglinga sem lokið hafa 8., 9. og 10. bekk.

Vinnutíminn er: Mánudaga til föstudaga, kl. 8:00-12:00 og 13:00-16:00.

 

Vinnuskólinn er sambland af námi og starfi. Þeir sem taka þátt í allri dagskránni fá greidd laun fyrir fræðsludaga. Í lokin verður síðan vegleg grillveisla.

Allir nemendur Vinnuskóla Grundarfjarðar fá umsögn um frammistöðu sína að sumarstarfi loknu. Atriði sem skipta máli í matinu eru: Stundvísi, framkoma, hæfni til að taka fyrirmælum, vandvirkni, sjálfstæði í vinnubrögðum, samvinna, afköst og meðferð verkfæra.

 

Klæðnaður skal hæfa veðri og eðli vinnunnar. Helstu verkefni verða fegrun umhverfisins og vinna tengd gróðri.

Laun 2017

Tímakaup

8. bekkur

850 kr.

9. bekkur

1.020 kr.

10. bekkur

1.189 kr.

 

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2017. Umsóknareyðublöð liggja hjá skólaritara grunnskólans og á bæjarskrifstofunni.

Nánari upplýsingar veitir Daníel Gunnarsson, umsjónarmaður vinnuskólans í síma 694 4717.

 

Vinnuskóli Grundarfjarðar