Þriðjudaginn 6. júní sl. hófst vinnuskólinn í Grundarfirði. Fyrri hópurinn vinnur frá 6. júní til 6. júlí og seinni hópurinn byrjar 3. júlí og verður til 2. ágúst.

Auk hefðbundinnar vinnu fá krakkarnir ýmiss konar fræðslu. Þau heimsækja bankana og fá kynningu á starfsemi Slökkviliðs Grundarfjarðar svo eitthvað sé nefnt.

Meðfylgjandi mynd var tekin í rigningunni í vikunni þegar starfsmenn vinnuskóla voru að hreinsa í kringum Sýn, minnisvörð um látna sjómenn.