Skráning fer fram á bæjarskrifstofunni 10.-14. maí. Í boði er vinna fyrir unglinga fædda 1989 (9. bekkur) og 1990 (8. bekkur).

 
Vinnutímabil er 13 dagar, hálfan daginn, unnið mánudaga til fimmtudaga. Skipt verður milli tveggja tímabila og geta nemendur óskað eftir hvort tímabilið þeir vilja vinna.

Annars vegar er tímabilið frá 9. júní til 1. júlí og hins vegar frá 5. júlí til 23. júlí. Skipt verður í tvo til þrjá hópa og er vinnutími 3,5 tímar á dag, frá kl. 08:30-12:00 og einn hópur starfar kl. 13:00-16:30 fyrra tímabilið ef nemendur eru of margir fyrir tvo hópa. Áskilinn er réttur til að færa nemendur milli tímabila til að jafna fjölda í hópum.

 

Helstu verkefni verða fegrun umhverfisins, götusópun og umhirða gróðurs.
 
Laun fyrir unglinga fædda 1990 er 324 kr. á tímann og fyrir unglinga fædda 1989 eru launin 378 kr. á tímann.