Vinnuskólinn mun hefja starfsemi miðvikudaginn 2. júní 2010. Vinnuskólinn starfar í tveimur tímabilum, fyrra tímabilið verður frá 2. júní til 5. júlí að báðum dögunum meðtöldum. Seinna tímabilið verður frá 29. júní til 29. júlí að báðum dögum meðtöldum. Þátttakendum verður skipt niður á tímabil eftir skráningu lýkur. Unnið verður mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30-12:00.

Klæðnaður skal hæfa veðráttu og eðli vinnunnar. Helstu verkefni verða fegrun umhverfisins og vinna tengd gróðri.

Skráning fer fram á bæjarskriftofunni, Grundargötu 30 og lýkur þann 21. maí.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá umsjónarmanni í síma 695-2198

Vinnuskóli Grundarfjarðarbæjar.