Margrét Helga Guðmundsdóttir í 7. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar var hlutskörpust nemenda á miðstigi í vísnasamkeppni grunnskólanna sem Menntamálastofnun stóð fyrir.

Unnur Birna Þórhallsdóttir íslenskukennari afhenti henni viðurkenningarskjal og bókaverðlaun frá Menntamálastofnun í dag.

Vinningsbotn Margrétar er feitletraður hér fyrir neðan.
Til hamingju! 

Mér finnst gott að hlæja hátt,
hafa fjör og gaman.
Munninn opinn upp á gátt
og asnaleg í framan.