Heilsugæslustöðin ber nýtt heiti næstu vikurnar
Heilsugæslustöðin ber nýtt heiti næstu vikurnar

Það viðraði heldur óheppilega fyrir útitökur í dag, alvöru sunnanátt með roki og rigningu. 

Upptökur sjónvarpsþáttaraðarinnar Vitjanir fór því að mestu fram innandyra, m.a. í hjallinum útá Framnesi. 

Fimmtudaginn 17. september hefjast tökur eftir hádegið og standa fram á kvöld, framan við heilsugæslustöðina, "löggustöðina" að Hrannarstíg 5 og við samkomuhúsið, auk þess sem bílasena verður tekin upp um kvöldmatarleytið.