1. nóvember - Tökudagur 35 - síðasti tökudagur

Vegna hertra reglna um sóttvarnir breyttust áætlanir um kvikmyndatökur Vitjana. Í dag, sunnudag, er síðasti tökudagur í Grundarfirði.

Eftirfarandi lokanir verða í dag milli 9 og 12, þar sem þessar tökur náðust ekki í gær, eins og auglýst var.

Takmarkanir á umferð í miðbæ, nánar tiltekið á gatnamótum Hrannarstígs/Grundargötu, Hrannarstígs/Sólvalla og Hrannarstígs/Nesvegar - sjá mynd. Það verður starfsfólk á "lokunarpóstum" til að hleypa umferð í gegn á meðan tökur eru ekki í gangi. Lokanir verða bara í nokkrar mínútur í einu, á milli kl. 9 og 12. Vegfarendum er þökkuð tillitssemin!

Myndlýsing ekki til staðar.
 
 

 

30. október - Tökudagur 33

Tökur fara fram á nokkrum stöðum innanbæjar í dag:

Við Hlíðarveg 10 milli 12-20; Við Grunnskóla Grundarfjarðar milli 19.30 - 22 og í Fellabrekku 21 frá 21-22.30. 

Einnig verður stutt sena tekin upp við vatnstankin við reiðveginn - Tökufólk er meðvitað um umferð knapa og gangandi vegfarenda - farið verður varlega um svæðið.

29. október - Tökudagur 32

Í dag fara tökur fram innanbæjar, nánar tiltekið við Grundargötuna.  Öðrum vegarhelming, á kafla frá Grundargötu 45 - 53, verður lokað milli 11-21 ca þar sem tökur fara fram við Grundargötu 49. 

Einnig fara tökur fram við Nesveg 5 seinni part kvölds.

 

20. október – Tökudagur 25 - ATH. flugeldar

Í dag fara tökur fram á ýmsum stöðum í bænum sem og utan bæjar.

Innan bæjar fara tökur fram seinnipart dags. Tekin verður upp sena við heilsugæsluna eftir kl. 17 í dag, þaðan verður svo farið í tökur við höfnina, Suðurgarð og upp við Grunnskóla Grundarfjarðar eitthvað fram á kvöld. Ekki ætti að koma til lokana á götum en umferð gæti verið stýrt.

ATH. á tímabilinu á milli kl. 19 – 22 verður flugeldum skotið upp við Grunnskólann, er þetta hluti af upptökum.

 

16. október - Tökudagur 23

Í dag fara tökur fram í framsveitinni fyrri part dags. Seinni part og fram á kvöld fara tökur fram innan bæjar, nánar tiltekið í Fellabrekku og ætti því ekki að trufla neinn nema skólastjórann okkar og frú.

 

15. október - Tökudagur 22

Tökur fara fram á Sæbóli í dag, frá kl. 13 fram á kvöld.  

 

14. október - Tökudagur 21

Í dag fara tökur fram við Hrannarstíg 5, nýju löggustöðinni, engum götum verður lokað en mögulega verður umferð stýrt í kringum upptökusvæði.

 

13. október - Tökudagur 20

Í dag fara tökur fram á Sæbóli. Tökur standa fram til 18 í dag og ættu ekki að hafa umtalsverð áhrif á umferð á svæðinu.

 

8. október - Tökudagur 17 - Götulokanir

Í dag fara tökur fram innanbæjar - nánar tiltekið við Kjörbúðina og heilsugæsluna.

Loka þarf Hrannarstíg frá Grundargötu að Eyrarvegi, einnig Sólvöllum frá innkeyrslu leikskóla að Hrannarstíg, sjá mynd. 

Lokanir standa yfir frá 9-16 í dag, fimmtudaginn 8. október 2020 - Beðist er velvirðingar á þessari lokun en jafntframt þakklæti á meðan á þessu stendur. 

Einnig verður umferðarstjórnun milli taka á Grundargötunni, frá Grundargötu 30 að Hrannarstíg. Hjáleið verður um Nesveg og Borgarbraut. Starfsfólk Glassriver verður á lokunarstöðvum og leiðbeinir eftir þörfum.

Lokanir vegna upptöku

 

7. október, miðvikudagur - Tökudagur 16

Tökur fara fram fyrir utan bæinn í dag. 

Sjúkrabílasena fer fram við kirkjufellsrætur - látið ykkur því ekki bregða, hér er ekki um alvöruslys að ræða heldur senu í þáttunum.

Einnig fara tökur fram í Ólafsvík og á nokkrum stöðum í dreifbýli.

 

6. október, þriðjudagur - Tökudagur 15

Tökur fara ekki fram í þéttbýli Grundarfjarðar.

 

3. október, laugardagur - Tökudagur 14

Í dag ca. milli 15 og 17 þarf að takmarka umferð á nokkrum stöðum, á neðanverðum Eyrarvegi og við Grundargötu, rétt við og fyrir ofan Kjörbúðina. Það verða starfsmenn á völdum stöðum, sem geta hleypt umferð í gegn þegar ekki er verið að taka upp. 

 

25. september, föstudagur - Tökudagur 9

Tökur fara fram fyrir utan bæinn í dag, nær Kolgrafafirði og ættu því ekki að hafa áhrif á bæjarbúa í dag.

 

24. september, fimmtudagur - Tökudagur 8

Í dag fara tökur fram við fjallsrætur Kirkjufells frá hádegi fram til kl. 17. Ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið björgunarsveitina og sjúkrabíl, einungis er um atriði í þáttunum að ræða.

Seinni part dags, upp úr kl. 19 og fram á kvöld, fara tökur fram á Framnesi, við Björgunarsveitarhús Klakks.

 

23. september, miðvikudagur - Tökudagur 7

Upptökur fara fram á Sæbóli í dag á milli 12/13 - 22.30. Aðalupptökustaður er í botnlanga að Sæbóli 26, ekki kemur til lokunar á götu á meðan á upptökum stendur. 

 

22. september, þriðjudagur - tökudagur 6

Tökur fara að mestu fram í Helgafellssveit og fyrir utan bæinn og hafa því engin áhrif á íbúa í dag.

 

19. september, laugardagur - tökudagur 5: 

9:00-10:30    Kringum samkomuhús. Lokun á stuttum bút við Sólvelli, við gamla inngang í samkomuhús - á móti G.Run.
10:30-13:00   Tjaldsvæði/Gil. 
13:00-14:30   Umhverfi bæjarins (frekari upplýsingar síðar)
16:00-17:30   Umhverfi bæjarins (frekari upplýsingar síðar)

 

18. september, föstudagur - tökudagur 4: 

Upptökur á völdum stöðum í Framsveit (Hallbjarnareyri neðri) og hafa ekki áhrif á íbúa að öðru leyti. 

 

17. september, fimmtudagur - tökudagur 3; 

Tökur gengu vel og íbúum eru færðar innilegar þakkir fyrir sýnda þolinmæði.