Helgina 11.-12. maí 2013 verður hreinsunardagur í Grundarfirði. Allir eru hvattir til hreinsunar á sinni lóð og nánasta umhverfi. Gámastöðin verður opin lengur laugardaginn 11. maí eða frá kl. 12:00-16:00. Götur verða svo sópaðar mánudaginn 13. maí.

 

Tökum höndum saman og gerum bæinn okkar snyrtilegan fyrir sumarið.

 

Grundarfjarðarbær