Tökum höndum saman og fegrum bæinn okkar fyrir sumarið.  Starfsmenn áhaldahúss munu verða á ferðinni mánudaginn 26. maí og fjarlægja garðúrgang sem fólk hefur sett utan við lóðamörk sín.

 

Öðrum úrgangi og sorpi skal skilað til gámastöðvarinnar sem er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 16:30 – 18:00 og laugardaga kl. 12:00 – 14:00

Athugið:
- Garðaúrgang skal setja út við lóðamörk í pokum, greinaafklippur skal binda í knippi.
- Óheimilt er að flytja lausan jarðveg út fyrir lóðamörk og verður slíkt fjarlægt á kostnað lóðarhafa.
- Ekki verður fjarlægt rusl af byggingarlóðum.
- Íbúar þurfa sjálfir að koma spilliefnum í gámastöð, enn fremur timbri, málmum og öðru rusli.