Undirbúningur fyrir vorið er nú í fullum gangi. Eitt af vetrarverkefnunum var að taka í hús blómapotta bæjarins, lagfæra og mála þá. Pottarnir verða svo víðsvegar um bæinn þegar fer að hlýna. Sumir pottarnir eru komnir til ára sinna en fá nú yfirhalningu. Starfsmenn áhaldahúss eru til dæmis að mála pottana sem sjást á meðfylgjandi mynd í regnbogalitunum. Pottarnir munu svo sannarlega lífga uppá bæinn þegar þeir verða komnir á sinn stað.