"Svo flaug hún eins og fiðrildi..." er yfirskrift vortónleika Skagfirska Kammerkórsins sem haldnir verða í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 16. apríl næstkomandi klukkan 14:00. 

Á efnisskrá kórsins er allt frá þjóðlögum ýmissa landa til kvikmyndatónlistar.

Stjórnandi er Helga Rós Indriðadóttir.

Allir hjartanlega velkomnir!

Aðgangseyrir kr 2500