Sambandsráðsfundur UMFÍ var haldinn í Stykkishólmi laugardaginn 11. október. Að fundi loknum komu fundargestir í heimsókn til Grundarfjarðar til að kynna sér aðstöðuna og stöðu mála fyrir unglingalandsmótið sem haldið verður hér á næsta ári. Hópurinn samanstóð af stjórn og starfsmönnum UMFÍ og formönnum héraðssambandanna. Eftir stutta rútuferð um svæðið hélt hópurinn til móttöku í Sögumiðstöðinni og sá þar kynningu og þáði veitingar. Gestirnir voru ánægðir með stöðu mála og hlakka til að heimsækja okkur að ári.

Myndir af heimsókninni má sjá hér.