Svæðisskipulag fyrir Snæfellsnes hefur verið í vinnslu síðan á vormánuðum 2012 og liggur nú fyrir tillaga sem svæðisskipulagsnefnd hefur samþykkt að kynna fyrir almenningi í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Tillöguna má nálgast hér: ssk-snaef.alta.is.
Íbúar Snæfellsness og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna og senda ábendingar eða athugasemdir sínar til svaedisgardur@svaedisgardur.is fyrir 5. maí nk.
Svæðisskipulagið er það sem kalla má stefnumarkandi skipulagsáætlun (strategic spatial plan). Það þýðir að skipulagið setur fram heildstæða almenna stefnu sem segir í hvaða átt menn ætla að ganga og í grófum dráttum hvernig, en útfærir ekki landnotkun eða grunngerð á uppdrætti eða setur nákvæma skipulagsskilmála. Öll kort með tillögunnu eru því til skýringar en ekki bindandi.