Frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar.

Skólaslit og vortónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar verða í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga miðvikudaginn 14. maí kl.18.   Vonumst til að sjá sem flesta.  

Aðalsafnaðarfundur Setbergssóknar

Aðalsafnaðarfundur Setbergssóknar verður haldinn í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju 13. maí 2014 kl: 20:00.   Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf.    

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Innritun fyrir skólaárið 2014-2015 fer fram dagana 05. - 23.maí 2014.   Nemendur tónlistarskólans og grunnskólans hafa nú þegar fengið afhent umsóknareyðublöð en einnig má nálgast eyðublöðin í tónlistarskólanum og hjá ritara grunnskólans.  

Opnunartími sundlaugar Grundarfjarðar

Vor opnunartími sundlaugar Grundarfjarðar er sem hér segir:   Mánudagur  07-08 Þriðjudagur 07-08 Miðvikudagur 07-09.30 Fimmtudagur 07-08.30 Föstudagur 07-08.30   Lokað um helgar og aðra frídaga.   Sumaropnun er klukkan 07. föstudaginn 23. maí. Opnunartími í sumar eru 07:00-21:00 alla virka daga og frá 10:00-17:00 um helgar og frídaga.      

Kökubasar

Kökubasar   9. bekkur verður með kökubasar í Samkaupum föstudaginn 2. maí ! Við erum að safna okkur fyrir útskriftarferð við lok grunnskólans. Vonumst til að sjá sem flesta.   Kveðja 9. bekkur

Flutningur bæjarskrifstofu

Vegna flutninga verður bæjarskrifstofa Grundarfjarðar lokuð mánudaginn 5. maí nk. Skrifstofan opnar að nýju þriðjudaginn 6. maí í nýju húsnæði að Borgarbraut 16.    

Konur í Sögumiðstöðinni

 Konur sögðu: „ Verði bær“    Myndasýning í Bæringsstofu um uppbyggingu þéttbýlis í Grundarfirði.                      

Rauðikrossinn í Grundarfirði

Það er komið vor í loftið og vaskir sjálfboðaliðar Rauðakrossins í Grundarfirði pakka saman verkefnum eftir vetrarönnina.    

Bæjarstjórnarfundur

172. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, þriðjudaginn 29. apríl 2014, kl. 16:30.   Dagskrá fundarins: 

Tækifæri til að kynna sér svæðisskipulagstillögu fyrir Snæfellsnes

Svæðisskipulag fyrir Snæfellsnes hefur verið í vinnslu síðan á vormánuðum 2012 og liggur nú fyrir tillaga sem svæðisskipulagsnefnd hefur samþykkt að kynna fyrir almenningi í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Tillöguna má nálgast hér: ssk-snaef.alta.is.   Íbúar Snæfellsness og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna og senda ábendingar eða athugasemdir sínar til svaedisgardur@svaedisgardur.is fyrir 5. maí nk.    Svæðisskipulagið er það sem kalla má stefnumarkandi skipulagsáætlun (strategic spatial plan). Það þýðir að skipulagið setur fram heildstæða almenna stefnu sem segir í hvaða átt menn ætla að ganga og í grófum dráttum hvernig, en útfærir ekki landnotkun eða grunngerð á uppdrætti eða setur nákvæma skipulagsskilmála.  Öll kort með tillögunnu eru því til skýringar en ekki bindandi.