Kolgrafafjörður, september 2020
Kolgrafafjörður, september 2020

Ákvörðun um matsskyldu

Grundarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um matsskyldu í tveimur málum, skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. 

Hrafná í landi Hrafnkelsstaða, Kolgrafafirði - efnistaka 

Annars vegar er ákvörðun um að efnistaka í Hrafná í landi Hrafnkelsstaða, Kolgrafafirði, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, sbr. 4. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039. 

Ákvörðunin liggur frammi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar og er aðgengileg á vef sveitarfélagsins, sjá hér bókun undir lið 5.8 í fundargerð bæjarstjórnar þann 10. júní sl.

Sjá mynd af svæði:

Hrafná 2021

 

Eyðublað - ákvörðun C - Hrafná

 

Gloppugil í landi Eiðis, Kolgrafafirði - efnistaka 

Hins vegar er ákvörðun um að efnistaka í Gloppugili í landi Eiðis, Kolgrafafirði, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, sbr. 4. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039. 

Ákvörðunin liggur frammi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar og er aðgengileg á vef sveitarfélagsins, sjá hér bókun undir lið 5.9 í fundargerð bæjarstjórnar þann 10. júní sl.

Sjá myndir af svæði:

Gloppugil, afstöðumynd, 2021 Gloppugil, mörk svæðis, 2021

Eyðublað - ákvörðun C - Gloppugil

 

Ákvarðanir þessar má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til og með fimmtudags 26. ágúst 2021. 

 Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði