48. Stjórnarfundur

48. stjórnarfundur Eyrbyggja 4. nov. 2003  kl 20:00 í Lágmúla í Reykjavík.   Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Orri Árnason, Guðlaugur Þór Pálsson, Bjarni Júlíusson, Hafdís Gísladóttir, Hermann Jóhannesson.  

Fundur um málefni unglinga

Þriðjudagskvöldið 28. október s.l. stóð íþrótta- og tómstundanefnd fyrir fundi undir yfirskriftinni ,,Vitið þið hvað unglingarnir gera eftir skóla?” Tilgangur fundarins var að kynna fyrir foreldrum þá félagsstarfsemi sem unglingum í Grundarfirði stendur til boða. Erindi voru flutt frá UMFG; Pjakki, unglingadeild björgunarsveitarinnar, Tilveru, Félagsmiðstöðinni Eden, KFUM & K og kynntur var nýstofnaður skátahópur. Á fundinum kom fram að unglingar á grunnskólaldri geta haft nóg fyrir stafni en í vetur geta þau sótt félagsstarfsemi af einhverju tagi 6 kvöld vikunnar og er þá ótalið allt íþróttastarf UMFG. Fundurinn var vel sóttur bæði af foreldrum og unglingunum sjálfum. Almennar umræður sköpuðust að erindaflutningi loknum.  

Fjárhagsáætlunargerð

Undirbúningur fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar og stofnana 2004 stendur nú yfir.   Í auglýsingu í Vikublaðinu Þey var auglýstur frestur fyrir félagasamtök til að leggja fram styrkbeiðnir. Frestur hefur verið framlengdur og skal beiðni vera lögð fram á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í síðasta lagi föstudaginn 7. nóvember n.k.