Opnunartími Gámastöðvar um jól og áramót

Opnunartími Gámastöðvar um jól og áramót er sem hér segir:   Laugardagur     20.12.´03.....Opið Mánudagur       22.12.´03.....Opið Þriðjudagur      23.12.´03......Opið Miðvikudagur 24.12.´03.......Lokað Fimmtudagur    25.12.´03.....Lokað Föstudagur       26.12.´03....Lokað Laugardagur     27.12.´03.....Opið Mánudagur       29.12.´03.....Opið Þriðjudagur      30.12.´03......Opið Miðvikudagur   31.12.´03.....Lokað Fimmtudagur    01.01.´04.....Lokað Föstudagur       02.01.´04 ....Opið Laugardagur     03.01.´04.....Opið   Opnunartími hér eftir með hefðbundnum hætti þ.e. opið alla virka daga frá kl. 16:30 – 18:00, og á laugardögum frá kl. 10:00 – 12:00.  

Fyrsti fundur skólanefndar Fjölbrautaskóla Snæfellinga

 Nýskipuð skólanefnd Fjölbrautarskóla Snæfellinga kom til síns fyrsta fundar á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í gær. Hana skipa Kjartan Páll Einarsson, Stykkishólmi, Sigríður Finsen, Grundarfirði, Sveinn Þór Elínbergsson, Ólafsvík, tilnefnd af menntamálaráðherra,  Björg Ágústsdóttir, Grundarfirði og Eyþór Benediktsson, Stykkishólmi, tilnefnd af sveitarfélögunum.

Snjómokstur í Grundarfirði

Byggingarfulltrúinn í Grundarfirði f.h. bæjarstjórnar Grundarfjarðar, óskar eftir tilboðum í snjómokstur í Grundarfirði.   Verkið felst m.a. í almennum snjómokstri í þéttbýli Grundarfjarðar með þar til gerðu moksturstæki, snjóplóg eða snjóskóflu.  Einnig felst verkið í brottflutningi á snjó með flutningstæki.  Útboðs- / samningstímabilið nær til þriggja ára, frá desember 2003 til júní 2006.  Útboðsgögn verða afhent á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar frá og með föstudeginum 12.12.´03.  

Húsnæði Fjölbrautaskóla snæfellinga

Í maí 2003 hófst vinna, undir handleiðslu Susan Stuebing, við að skilgreina hvers konar húsnæði Fjölbrautaskóli Snæfellinga þurfi undir starfsemi sína, en kennsluhættir og skipulag skólastarfsins gera kröfu til þess að húsnæðið sé með öðrum hætti en hefðbundið skólahúsnæði. VA arkitektar tóku síðan við í ágúst og hófu hina eiginlegu hönnun byggingarinnar, samkvæmt þeirri forskrift sem unnin hafði verið. Þær teikningar sem eru kynntar hér fyrir neðan hafa verið sendar umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar til samþykktar.    Sjá fréttina í heild sinni

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn

Í Grundarfjarðarhöfn var landaður afli í nóvember 1.265.376 kg. en í nóvember 2002 var aflinn 1.108.250 kg.