Ýmislegt um að vera

Fjölbrautaskólinn – hugmyndir unglinganna   Í dag funda ungmenni af öllu Snæfellsnesi og leggja á ráðin um hvernig þau vilja sjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Á fundi í Stykkishólmi, sem stendur yfir í allan dag og fram á kvöld, ætla þau að setja saman sínar hugmyndir um hvernig þau vilji t.d. sjá félagslíf og aðstöðu í væntanlegum skóla. Fundinum stýrir bandaríski sérfræðingurinn Susan Stuebing sem ráðin var til að aðstoða við undirbúning skólans. Hún leggur upp ýmsar spurningar og lætur fundarmenn gjarnan fara á hugarflug og sjá fyrir sér hvernig þeir vilja hafa hlutina, n.k. hugarflug en með því þó að safna hugmyndum ólíkra aðila saman í heildarmynd. Um kvöldmatarleytið er pizza-veisla og unglingarnir munu gera fulltrúum bæjarfélaganna allra og fulltrúum foreldra frá stöðunum grein fyrir vinnu sinni.  

Fyrsta skóflustungan að íbúðum eldri borgara

Í dag kl. 11.30 var tekin fyrsta skóflustungan að 7 íbúðum fyrir eldri borgara, fyrir ofan Dvalarheimilið Fellaskjól efst við Hrannarstíg.   Forsaga málsins er sú að haustið 2001 lét sveitarstjórn fara fram húsnæðiskönnun meðal íbúa 60 ára og eldri. Góð svörun varð í könnuninni og kom m.a. fram að margir vildu minnka við sig húsnæði á næstu árum, flestir höfðu áhuga á að flytjast í raðhús m/litlum bílskúr – nálægt þeim kjarna sem nú er fyrir á svæðinu efst við Hrannarstíg (dvalarheimili og 8 íbúðir eldri borgara að Hrannarstíg 18). Í framhaldi af því var ákveðið að kanna möguleika á byggingu íbúða fyrir eldri borgara og var ákveðið að ráðast í hönnun og byggingu íbúða.

Starfsmaður vikunnar

Sveinn Bárðarson starfsmaður vikunnar í áhaldahúsi   Eins og áður hefur verið kynnt hér á heimasíðunni og í Vikublaðinu Þey, þá var starfsemi vinnuskóla og sumarvinna ungs fólks tekin til sérstakrar skoðunar af bæjarráði í vor og m.a. skerpt á markmiðum bæjarins í starfsmannahaldi sumarfólks og þjónustu fyrir sumarið. Eitt af markmiðunum var að gera starfsemina skilvirkari og auka og kenna mikilvægi aga og góðra vinnubragða, auk þess að beita hvatningaraðferðum.   Vinnureglur voru settar fyrir sumarstarfsmenn, en í sumar voru ráðnir 6 starfsmenn í sumarvinnu og ca. 16 starfsmenn, 16 - 17 ára, fá að auki vinnu hluta sumarsins. Þannig eru alltaf um 8-9 manns í vinnu í sumar.   

Skólaslit og 350 milljónir

Skólaslit Grunnskóla Grundarfjarðar Í dag, fimmtudaginn 5. júní 2003, verða skólaslit Grunnskóla Grundarfjarðar skólaárið 2002-2003. Athöfnin fer fram í íþróttahúsinu og hefst kl. 18.00.     350 milljónir hjá Byggðastofnun Á fundi ríkisstjórnar Íslands þann 11. febrúar 2003 var ákveðið að verja 700 milljónum króna til atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni. Þar af var Byggðastofnun falið að annast úthlutun á 500 milljónum króna. Stofnunin hefur auglýst fyrsta áfanga verkefnisins, en þar verður 350 milljónum króna varið til kaupa á hlutafé í sprotafyrirtækjum og nýsköpunarfyrirtækjum í skýrum vexti.

Sumarstarfsemi - grein í Þey 5.6.2003

Um sumarstarfsemi á vegum áhaldahúss Grundarfjarðarbæjar   Undanfarin ár hefur sveitarfélagið rekið umfangsmikla starfsemi á sumrin, annars vegar með vinnuskólanum og hinsvegar með ráðningu starfsmanna í sumarstörf á vegum áhaldahússins.   Reynslan frá síðasta sumri með vinnuskóla og sumarstarfsmenn var ekki alveg sem skyldi. Mikil pressa var sett á bæjaryfirvöld að ráða ungmenni til starfa, þrátt fyrir að ljóst væri að fjöldi starfsmanna væri umfram verkefni sem fyrir hendi voru. Margt annað spilaði líka inn í. 

44. Stjórnarfundur

44. stjórnarfundar Eyrbyggja 3. júní 2003  kl 20:00 hjá Frostmarki í Kópavogi.   Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Orri Árnason, Guðlaugur Þór Pálsson, Elínbjörg Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Pálsdóttir, Freyja Bergsveinsdóttir (gestur, grafiskur hönnuður Eyrbyggja).