Breyttur opnunartími á bókasafninu

Bókasafn Grundarfjarðar er opið frá 16. ágúst. til 31. maí:Mánudaga - fimmtudaga kl. 15:00-18:00, föstudaga kl. 15-17 og á fimmtudagskvöldum áfram til kl. 20:00. Ath breyttan tíma á föstudögum.  

Eyja í lausu lofti?

Melrakkaey Svona var útsýnið í Grundarfirði í morgun. Engu er líkara en að eyjan hangi í lausu lofti. Gaman að svona raunhæfum sjónhverfingum, myndin er ekki tölvuunnin!   

Þétt skipað í Grundarfjarðarhöfn

Skemmtiferðaskipið Funchal kom til hafnar í morgun kl. 08:00. Skipið verður hér í allan dag og fer kl. 20:00. Farþegar skipsins eru um 450, flestir frá Hollandi.  

Hitamet slegin í Grundarfirði og Kolgrafafirði

Vikublaðið Þeyr um veröld víða

Nú er hægt að skoða Vikublaðið Þey á internetinu. Ekki aðeins að blaðið sé nú aðgengilegt um allan heim, heldur er það einnig í lit. Smellið á meðfylgjandi hlekk ...   Vikublaðið Þeyr

Danskir dagar í Stykkishólmi

Um helgina, 13. - 15. ágúst verður árleg bæjarhátíð Hólmara. Bryggjuball, markaðstjald, leiktæki, listir og menning og margt, margt fleira. Sjá dagskrá hér. 

Val á sóknarpresti

Elínborg Sturludóttir hefur verið valin úr hópi fjögurra vel hæfra umsækjenda til að gegna embætti sóknarprests í Grundarfirði frá 1. september 2004. Embættið var auglýst laust fyrr í sumar og sóttu um auk sr. Elínborgar guðfræðingarnir Ingólfur Hartvígsson, Sigríður Rún Tryggvadóttir og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir.  

3.fl kv spilaði í Grindavík.

3.fl kv spilaði  á móti Grindavík í kvöld og tapaði 4-12. Kristín átti þrjú mörk og Hafdís Lilja eitt. Þetta var síðasti leikurinn hjá 3.fl á mótinu í sumar og hafa stelpurnar staðið sig vel og mæta reynslunni ríkari til leiks næsta sumar. 

4.fl kv tapar.

Sólin skein skært á vellinum í dag en ekki með okkar liðum. 4.fl kv fékk lið Víði/Reyni í heimsókn í dag og það er skemmst frá því að segja að við töpuðum báðum leikjunum 2-7. Mörk A liðsins gerð Dagfríður og Sigurrós og mörk b liðsins gerðu þær Björg og Bryndís.

Sigur og tap hjá 5.fl. karla

5.flokkur karla keppti við Víking Reykjavík í dag. A liðið sigraði 11-1 en B liðið tapaði naumlega 2-1.