Pæjurnar frá Grundó.

Þreyttir en ánægðir keppendur og foreldrar komu heim af pæjumótinu í gær. Mótið tókst vel og stóðu stelpurnar frá UMFG sig vel og má segja að helming betri árangur hafi náðst í ár miðað við mótið í fyrra.

Menntamálaráðherra opnar vef Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í dag, mánudaginn 9. ágúst 2004 opnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra vef Fjölbrautaskóla Snæfellinga, www.fsn.is .  

4.fl karla tapaði í kvöld!

 Strákunum gekk ekki nógu vel í kvöld og töpuðu 5-2 fyrir Fylki 2. Mörkin okkar skoruðu Heimir og svo skoraði Þorsteinn úr aukaspyrnu.

Þakkarkort til starfsfólks og barna á Leikskólanum Sólvöllum

Joy Higginson kom til Grundarfjarðar með skemmtiferðaskipinum Funchal 16. júní sl. Eins og endranær tóku leikskólabörn á móti farþegum með söng á höfninni. Umræddur farþegi var svo ánægður með móttökurnar að hann sendi kort, annars vegar til starfsfólks leikskólans og hins vegar til barnanna, þar sem hann þakkaði fyrir sig.  

Öflugur kvennafótbolti í Grundarfirði

36 manna stúlknahópur frá Grundarfirði hélt til Siglufjarðar í gær til þess að taka þátt í Pæjumótinu í fótbolta um helgina. Fimm lið frá UMFG taka þátt í mótinu úr 3., 4., 5. og 7. flokk. Um 17 fjölskyldur fylgja hópnum á mótinu og eru því um 50 manns í klappliði UMFG svo stelpurnar ættu að hafa góðan stuðning.

Bráðabirgðaniðurstöður ársreiknings sveitarfélaga 2003

Á fréttavef Sambands íslenskra sveitarfélaga voru birtar bráðabirgðaniðurstöður ársreiknings sveitarfélaga fyrir árið 2003 þann 5. ágúst sl. Niðurstöðurnar byggja á ársreikningum 52 sveitarfélaga þar sem um 92% íbúa landsins búa. Minnt er á að árið 2002 voru tekin upp breytt reikningsskil sveitarfélaga og ársreikningar ársins 2002 birtir samkvæmt þeim, þannig að samanburður við reikningslegar niðurstöður fyrri ára er í flestum tilvikum óraunhæfur.  

Glæsilegir sigrar í A og B liðum 5.flokks karla

Strákarnir okkar í 5.fl skelltu sér suður í dag og spiluðu við KR 2. Þeir unnu báða leikina með glæsibrag, A liðið vann 3-2 og B liðið vann 5-2.

Athafnasamir ungir menn

Hilmar Orri, Jónas Elís, Bjarki, Sigmar, Stefán, Halldór Hrafn, Guðmundur Aron og Hallmar Gauti Þessir ungu menn mættu galvaskir til leiks á lóð Leikskólans Sólvalla í dag. Tilefnið var að rífa gamla kastalann niður svo unnt verði að setja þann nýja upp áður en leikskólinn tekur til starfa aftur eftir sumarfrí. Drengirnir stilltu sér upp fyrir byggingafulltrúa sem átti leið hjá með myndavél!    

Verðlaunasamkeppni um hönnun minjagripa

  Norska húsið   Opin samkeppni um hugmyndir að minjagripum sem tengjast Norska húsinu í Stykkishólmi eða Snæfellsnesi og nýta má til skrauts, skemmtunar eða daglegra nota. Markmið samkeppninnar er að fá fram hugmyndir að hlutum sem hægt er að selja í safnverslun Norska hússins.  

Gul lína = bifreiðastöður bannaðar

Grundarfjarðarbær, KB banki, Þjónustustofan og VÍS vilja vekja athygli á gulri línu við anddyri húsnæðis þeirra, Grundargötu 30.     Kæru Grundfirðingar og aðrir... sýnum tillitssemi og leggjum ekki bílunum okkar á þessu svæði til þess auðvelda aðkomu að húsinu!