Vígsla sparkvallar

Nú hefur verið lögð lokahönd á gerð sparkvallar á lóð Grunnskóla Grundarfjarðar. Völlurinn er hinn glæsilegasti og er það von bæjaryfirvalda að hann nýtist vel til æfinga og leiks. Í dag, fimmtudag, kl. 18:00 verður sparkvöllurinn á lóð grunnskólans vígður með pompi og pragt.

Höfnin á íslensku sjávarútvegssýninguna 2005

Hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar ákvað á fundi sínum í gær að Grundarfjarðarhöfn yrði þátttakandi í íslensku sjávarútvegssýningunni sem haldin verður í Kópavogi 7. til 10. september 2005.  

Eyrarvegur 25 til sölu

  Grundarfjarðarbær auglýsir til sölu einbýlishúsið við Eyrarveg 25. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum, alls 208,6 fm, byggt árið 1969. Íbúð á efri hæð er 139,2 fm og kjallari er 69,4 fm. Í íbúðinni er stór stofa, eldhús, stórt þvottahús, 4 svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Nýtt skip í flotann

Í morgun kom nýtt skip til heimahafnar í Grundarfirði. Skipið heitir Þorvarður Lárusson SH 129 og er í eigu Sæbóls ehf. Skipið er 210 brúttó lestir. Eigendum skipsins eru færðar bestu hamingjuóskir. Þorvarður Lárusson SH 129

Fyrsta æfingin á gervigrasinu

Stelpurnar í 4.flokki voru ánægðar með fyrstu æfinguna á gervigrasvellinum. Þær koma til með að æfa einu sinni í viku á gervigrasinu í vetur.Sverrir Karlson tók þessa fínu mynd af þeim. Steinunn,Marta,Arndís,Guðrún,Hanna,Silja,Rebekka,Dæja,Guðbjörg og Silja Rán

Noregsferð sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi

Hópur sveitarstjórnarmanna af Vesturlandi fóru til Álasund í Noregi í byrjun september. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér aðstæður og þróun í norskum sveitarstjórnarmálum. Ferðin var skipulögð af samtökum sveitarfélaga á vesturlandi (SSV). Hópurinn heimsótti forsvarsmenn sveitarfélaga, stórfyrirtæki og Háskólann í Volda. Á meðfylgjandi mynd er hópurinn í fjarðabotni nálægt bænum Volda. Sveitarstjórnarmenn af Vesturlandi í Noregi  

Félagsmiðstöðin opin þrátt fyrir verkfall kennara

Vakin er athygli á því starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Eden er í fullum gangi þrátt fyrir verkfall kennara. Unglingar eru hvattir til þess að halda áfram að taka þátt í starfi félagsmiðstöðvarinnar á meðan á verkfalli stendur.

Starfsmenn félagsmiðstöðva á Vesturlandi á námskeiði í Borgarnesi

Í síðustu viku stóð Samfés samtök félagsmiðstöðva á Íslandi fyrir námskeiði fyrir starfsmenn félagsmiðstöðva á Vesturlandi.Er þessi námskeiðspakki liður í fræðsluferð Samfés fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva landsins sem nú stendur yfir. Góð mæting var og mættu starfsmenn félagsmiðstöðva frá Búðardal, Stykkishólmi, Snæfellsbæ, Grundarfirði, Akranesi og Borgarnesi á námskeiðið.

Frá Grunnskóla Grundarfjarðar

Verkfall grunnskólakennara er hafið og fyrirsjáanlegt er að það stendur a.m.k. fram eftir þessari viku, en næsti formlegi samningafundur KÍ og LN hefur verið boðaður fimmtudagsmorguninn 23. september n.k. Öll kennsla liggur því niðri á meðan en heilsdagsskólinn verður starfræktur eins og verið hefur þ.e. frá kl. 12.30 alla daga vikunnar. Þeir nemendur sem nú þegar eru skráðir í heilsdagsskólann hafa aðgang að honum eins og áður meðan á verkfalli stendur. Skólastjórar og aðrir starfsmenn en kennarar eru ekki í verkfalli og eru við störf. Skrifstofa skólans er því opin alla daga frá 08:00 - 14:00.

Sjálfboðaliðar óskast !

Í dag kl 5 ætlum við að halda áfram með girðinguna í kringum sparkvöllinn. UMFG vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta svo hægt verði að klára þetta verkefni. UMFG tók að sér að skaffa nokkra sjálfboðaliða til að aðstoða við smíðina á girðingunni.